top of page

Hvaða verkefni í Velferðarnetinu
eru í gangi núna?

Á þessari síðu er yfirlit yfir þau verkefni sem teymi Velferðarnetsins eru að vinna að og eru í gangi eins og er.

Síðast uppfært: 7. mars 2023

IMG_3285-1.jpeg

Framlínuheimsóknir

Til þess að styrkja framlínuna höfum við m.a. sett fram einföld verkefni eins og mánaðarlegar heimsóknir milli samstarfsaðila Velferðarnetsins. Um 50 framlínustarfsmenn sem starfa hjá þessum átta vinnuveitendum hittast í notalegu umhverfi og hver og einn vinnustaður kynnir sína

starfsemi og sitt starfsfólk.

Þarna myndast persónuleg tengsl, bilið á milli samstarfsaðilanna er minnkað, þekkingin á starfsemi ,,kerfisins“ eykst og líkurnar á því að íbúar verði sendir á ranga staði minnka. 

Virkniúrræði í samstarfi við Hjálpræðisher

Velferðarnetið hefur gert samning við Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ til tveggja ára, út árið 2024 til þess að efla virkni íbúa á Suðurnesjum.

0095_event_20230214.jpg
bottom of page