top of page

Leiðbeiningar
um einfalda framsetningu upplýsinga

 Öll upplýsingagjöf skal vera sett fram með einföldum, aðgengilegum og skilvirkum hætti þannig að allir íbúar geti aflað sér upplýsinga, þekkingar og leitað sér þjónustu. Einföld framsetning upplýsinga kemur til móts við þarfir, óskir og væntingar íbúa í nútíð og framtíð. Unnið verður að því með skilvirkum hætti að skapa aðstæður og styðja við íbúa svo þeir geti verið sjálfbærir um að sækja sér upplýsingar og þjónustu eftir þörfum á einum stað.

_____________________________________________________________________________________________________

Hvernig getum við sett upplýsingar fram á einfaldan máta sem hentar öllum íbúum?

Vefsíða er ein af fyrstu snertingum sem íbúar og aðrir leita til, til þess að nálgast upplýsingar.

Við erum að vinna að því að gera framlínuna sterka, einn liður í því er að hafa allar upplýsingar settar fram á einfaldan máta þannig að sem flestir geta verið sjálfbjarga að leita sér upplýsinga.

 

Allir græða á því að hafa upplýsingar settar fram á einfaldan máta.

Hvernig getum við sett fram upplýsingarnar á einfaldan máta?

 • Notandinn er númer eitt. Við setjum upplýsingar fram fyrir notendur.

 • Þrjár spurningar sem er gott að svara í upphafi.

  • Hvað er þetta/þjónustan/upplýsingarnar?

  • Fyrir hvern?

  • Hvar nálgast ég þetta/þjónustuna/hvar sæki ég um?

 • Einblína á need to know frekar en nice to know.

  • Viljum einblína á það sem verður að koma fram en ekki það sem er hugsanlega mögulega gott að vita.

   • Það er þó mikilvægt að þekkja hvaða spurningar hafa íbúar/notendur þjónustunnar

   • Við viljum setja inn upplýsingar sem svara þessum helstu spurningum notenda.

 • Viljum reyna forðast að byrja texta á eftirfarandi: Bæjarstjórn xxbæjar hefur samþykkt að.... 

  • Í langflestum tilfellum skiptir það ekki notandann máli hver samþykkti hvað og hvenær.

 • Viljum hafa einfalt mál þannig að allir skilji, viljum lágmarka notkun á óþarflega flóknum og fræðilegum orðum.

 • Gott er að setja fram upplýsingar í spurningaformi, á þann máta eins og notandinn sjálfur sé að spurja spurninganna. (t.d. Á ég rétt á fjárhagsaðstoð?)

 • Gott er að nýta punkta til að setja fram upplýsingar.

 • Uppfæra úreltar upplýsingar – hluti af því að veita góða þjónustu er að vera með réttar og uppfærðar upplýsingar á vefsíðu.

  • Eru tengiliðir þjónustu réttir?

  • Eru hugtökin rétt? t.a.m. orðið hælisleitendur er orð sem er orðið úrelt.

 • Einföldun til að setja í þýðingarvélar, t.d.

  • Nota mánudaga – föstudaga í stað virkir dagar

  • Nota laugadaga – sunnudaga í stað um helgar

 • Myndræn framsetning – ef til eru lýsandi myndir eða tákn um þjónustuna eða ferlið – er það mikill kostur. Mynd segir oft meira en þúsund orð.

Til fyrirmyndar má sjá:

https://www.reykjanesbaer.is/is/thjonusta/velferd-og-studningur/fjarhagsadstod 

bottom of page