top of page

Grunnur Velferðarnetsins

Velferðarnet Suðurnesjum er unnið upp úr aðgerðaáætlun ríkisins um eflingu þjónustu á Suðurnesjum sem kom út í maí 2020.

Í áætluninni voru settar fram sautján aðgerðir til þess að mæta mikilli fólksfjölgun á svæðinu, auka lífsgæði íbúa og styðja við samfélagslegar áskoranir.

Aðgerðir tvö og þrjú í áætlun ríkisins eru undirstöður Velferðarnetsins.

  • Aðgerð tvö nefnist Sterk framlína í krafti fjölbreytileikans og

  • Aðgerð þrjú nefnist Þverfaglegt Landshlutateymi (Velferðarstofa).

 

Aðgerð átta nefnist Samfélagsrannsóknir og með henni var mögulegt að byggja fræðilegan grunn að hugmyndafræði Velferðarnetsins.

Velferðarnetið

Reykjanesbæ var falið að leiða framkvæmd þessara þriggja aðgerða (þ.e. tvö, þrjú og átta). Sambandsveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) hefur séð um umsýslu aðgerðaáætlunar ríkisins og fylgt eftirframkvæmd einstakra aðgerða.

SSS ber ábyrgð á aðgerðunum sterk framlína í krafti fjölbreytileikansog samfélagsrannsóknum. Félagsmálaráðuneytið ber ábyrgð á þverfaglegu landshlutateymi(Velferðarstofu). Gerðir voru samningar um framkvæmd aðgerðanna; tvíhliða samningar milliReykjanesbæjar og SSS um sterka framlínu í krafti fjölbreytileikans og samfélagsrannsóknir og þríhliðasamningur SSS, Reykjanesbæjar og félagsmálaráðuneytisins um þverfaglegt landshlutateymi(Velferðarstofu).

Aðdragandi Velferðarnetsins: Text
bottom of page