top of page
IMG_3505.JPEG

Verkefni
Velferðarnets Suðurnesja

Fjölmörg verkefni hafa verið unnin á vegum Velferðarnetsins, má þar helst nefna Virkniþingið sem var haldið í nóvember 2022, spjaldtölvur í öll þjónustuver samstarfsaðilanna, heimsóknir framlínustarfsfólks og Velkomin til Suðurnesja sem er nýjasta verkefni Velferðarnetsins. Velkomin til Suðurnesja er vefsíða sem ætlað er að veita nýjum íbúum sveitarfélagsins skýrar upplýsingar um helstu þjónustu og afþreyingu á svæðinu.

Stöðuskýrsla um Velferðarnetið var unnin í byrjun september 2023. Í stöðuskýrslunni er farið vel yfir aðdraganda Velferðarnetsins og sagt frá stöðu þeirra verkefna sem unnin hafa verið innan verkefnisins.

bottom of page