top of page

Nýsköpunargildi

Velferðarnetið er sameiginlegur vettvangur sveitarfélaga og opinberra stofnana á Suðurnesjum sem sinna velferðarþjónustu, í breiðum skilningi þess orðs. Með víðtæku þverfaglegu samstarfi er skapaður grundvöllur fyrir opið samtal um skapandi lausnir hvað varðar áskoranir sem íbúar búa við, áskoranir sveitarfélaganna, stofnananna og samfélagsins í heild. Í skapandi og nærandi jarðvegi blómstrar nýsköpun, frumkvæði og frjó hugsun. Með skapandi nálgun í samstarfi er opnað fyrir frjósaman jarðveg og samstarf sem byggir á trausti og lausnamiðaðri nálgun.

Nýsköpunargildi verkefnisins er ferlið í heild, breyttir verkferlar, skýrari samskiptaleiðir, sameiginlegar skipulagsaðferðir og ný nálgun á velferðarþjónustu, til lengri tíma litið. Þannig eru gæði og skilvirkni þjónustunnar aukin, stuðlað að aukinni þátttöku almennings, aukinni starfsánægju með straumlínulöguðum verkferlum og bættri samvinnu milli þjónustuaðila. Samlegðaráhrif þessara þátta auka lífsgæði íbúa og virði fyrir samfélagið í heild sinni. Aukin virkni og vellíðan íbúa er mikils virði fyrir samfélagið í heild.

Nýsköpunargildi verkefnisins fellur vel að stefnu Stjórnarráðs Íslands í nýsköpunarmálum sem ber yfirskriftina Nýsköpunarlandið Ísland. Þar kemur fram að nýsköpun er nauðsynleg fyrir framþróun samfélagsins, hún miði alltaf að auknum lífsgæðum íbúa og aukinni sjálfbærni þar sem fólk geti í auknum mæli aflað sér upplýsinga sjálft og sótt sér þjónustu. Með því sé unnið að aukinni velmegun samfélagsins. Undirbygging þess þarf að eiga sér stað með breyttu hugarfari, skilvirkri fjárfestingu í tilteknum aðgerðum sem skapa frjóan jarðveg fyrir nýsköpun, innri og ytri markaðssetningu, skýrri umgjörð og sterkum mannauði.

Nýsköpunaráætlun þessi hefur einmitt þann tilgang, hún leggur grunninn að áframhaldandi víðtæku samstarfi í velferðarþjónustu á Suðurnesjum sem gefur möguleika á dýpra og ríkara þverfaglegu samstarfi þvert á sveitarfélög og stofnanir. Vinna við verkefni Velferðarnetsins markar tímamót í samvinnu þessara samstarfsaðila og skapar tækifæri til enn frekari framþróunar í velferðarþjónustu á Suðurnesjum með tengingu við önnur verkefni í vinnslu og inn í framtíðina.

bottom of page