top of page

Verkefnahópar Velferðarnetsins

Eydís Rós Ármannsdóttir er verkefnastjóri Velferðarnets Suðurnesja og tilheyrir starfsmannahópi velferðarsviðs Reykjanesbæjar.

Starfshópur Velferðarnetsins er samsettur fulltrúum sveitarfélaga Suðurnesja og Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum. Starfshópurinn kom fyrst saman í febrúar 2021 og vann hvoru tveggja grunn að samfélagsgreiningarverkefninu og að uppbyggingu og hugmyndafræðinni að Velferðarneti Suðurnesja. 

Fulltrúar starfshóps Velferðarnets Suðurnesja – sterkrar framlínu eru eftirfarandi:

  • Reykjanesbær: Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála sem hefur verið í forsvari fyrir verkefnið.

  • Grindavík: Nökkvi M. Jónsson, sviðsstjóri félags- og fræðslusviðs.

  • Suðurnesjabær: Elísabet Lovísa Björnsdóttir, gæða- og verkefnastjóri.

  • Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar: Guðrún B. Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og María Rós Skúladóttir, deildarstjóri félagsþjónustu.

  • Sveitarfélagið Vogar: Guðrún P. Ólafsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

  • Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Logi Gunnarsson, verkefnastjóri.

Náið samstarf og samráð var haft við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) og skrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum (VMST) og Sýslumannsins á Suðurnesjum frá október 2021. Lögreglan á Suðurnesjum kom inn í verkefnið í mars 2022.

Hagsmunaaðilar ríkisstofnananna eru eftirfarandi:

  • Heilbrigðsstofnun Suðurnesja: Alma María Rögnvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri heilsugæslu

  • Lögreglan á Suðurnesjum: Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn.

  • Vinnumálastofnun: Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður.

  • Sýslumaðurinn á Suðurnesjum: Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður.

Velferðarnetið er í eigu sveitarfélaganna og eigendahópurinn er yfirstjórnir þeirra, ásamt framkvæmdastjóra SSS. Kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna eru hagsmunaaðilar Velferðarnetsins. Yfirstjórnir ríkisstofnanna eru jafnframt hagsmunaaðilar verkefnisins og vinna náið með starfshópi verkefnisins.

Fulltrúar frá sveitarfélugunum stýra fjórum mismunandi verkefnishópum sem vinna að framkvæmdum aðgerðanna sjö. Verkefnahóparnir fjórir eru; þjónustuferlateymi, upplýsingateymi, fræðsluteymi og færniuppbyggingarteymi.

Hver verkefnishópur hefur eina til tvær aðgerðir til framkvæmdar. Hóparnir vinna í nánu samstarfi við annað starfsfólk sem að málefnum aðgerðanna kemur og í samráði við íbúa Suðurnesja. 

Verkefnastjóri Velferðarnetsins veitir verkefnisstjórum verkefnishópanna ráðgjöf og stuðning svo verkefnin nái fram að ganga út frá þeim markmiðum sem hafa verið sett.

Hér má sjá skipurit Velferðarnets Suðurnesja:

bottom of page