top of page

Fjölmenning auðgar

Fagleg þjónusta og samskipti í samfélagi margbreytileikans

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) í samstarfi við Velferðarnetið heldur námskeið í fjölmenningarfræðslu sem hófst haustið 2022 og verður í boði út apríl 2023.

 

Í fjölmenningarlegu samfélagi er mikilvægt að auka meðvitund um þær áskoranir sem geta falist í ólíkri sýn og ólíkum venjum þannig að veita megi faglega þjónustu í samfélagi margbreytileikans.

Markmið námskeiðsins er að auka meðvitund um fjölmenningu og efla jákvæð samskipti við fólk af erlendum uppruna.  

Hvert námskeið er í eitt skipti og er í þrjá klukkutíma.

Opnum tímum á námskeiðið er lokið.

HÓPTATÍMAR - í boði út apríl 2023

Ef það hentar frekar þinni stofnun eða starfseiningu að fá námskeiðið til ykkar, á fræðslu- eða starfsdegi, starfsmannafundi eða þegar vel á við, þá er í boði að fá kennara frá MSS til ykkar.

Til þess að skipuleggja það, hafið samband beint við MSS með tölvupósti:

Viðmiðið við stærð hópa er 12 manns lágmark og um 25 manns hámark í hverjum hóp fyrir sig.

Námskeiðin eru í boði að kostnaðarlausu fyrir allt starfsfólk sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnunar á Suðurnesjum, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Sýslumannsins á Suðurnesjum og Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum.

Ef þú hefur spurningar varðandi námskeiðið eða fyrirkomulag, hafðu samband við Eydísi Rós, verkefnastjóra Velferðarnetsins - eydis.r.armannsdottir@reykjanesbaer.is

bottom of page