top of page

Um Velferðarnetið

Eftirfarandi sveitarfélög og stofnanir eru þátttakendur í Velferðarneti Suðurnesja - sterkri framlínu:

 

logo allir saman 7_edited_edited.png

Meginmarkmið Velferðarnetsins er að styrkja og auka nýsköpun á grundvelli sjálfbærni í þjónustu við
íbúa á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála hjá opinberum stofnunum á Suðurnesjum. 

Velferðarnet Suðurnesja – sterk framlína er yfirheiti verkefnisins þar sem sterk framlína og færniuppbygging íbúa eru tvær meginstoðir verkefnisins.

Nýsköpun og sjálfbærni og samþætting þjónustuþátta eru stuðningsstoðir sem vinna þvert á meginstoðirnar þar sem þær snerta á öllum aðgerðum verkefnisins.

Aðgerðir nýsköpunaráætlunarinnar í heild vinnur með beinum hætti að nýsköpun í velferðarþjónustu Suðurnesja, bæði með þeim aðgerðum sem hér eru settar fram og því sem mögulegt verður að gera í framhaldinu.

Í nýsköpunaráætlun þessari eru settar fram sjö aðgerðir sem snúa allar að því að styrkja velferðarnet Suðurnesja með sterkri sameiginlegri framlínu og skýrum verkferlum á milli faggreina og stofnana. Velferðarnet vísar til þess að opinberar stofnanir og sveitarfélög vinna í nánu tengslaneti að velferð íbúa í góðri samvinnu og mynda net sem grípur íbúa og stuðlar að auknum lífsgæðum, vellíðan og sterkri samfélagsheild. Aðgerðirnar eru annars vegar skilgreindar undir meginstoðina sterk framlína og hins vegar undir færniuppbyggingu íbúa. Allar vinna þær að nýsköpun og sjálfbærni í velferðarþjónustu Suðurnesja sem og þverfaglegri samþættingu þjónustuþátta þvert á stofnanir og sveitarfélög.

Aðgerðirnar sjö eru eftirfarandi:

A. Sterk framlína

  • A.1. Þjónustuferlagreining

  • A.2. Stafrænir gagnaflutningar milli stofnana

  • A.3. Skilvirk upplýsingagjöf um opinbera þjónustu við íbúa Suðurnesja

  • A.4. Fræðsla og þjálfun starfsfólks í opinberum störfum á Suðurnesjum

B. Færniuppbygging íbúa

  • B.1. Þjónustutrygging fyrir íbúa

  • B.2. Félagsleg virkni íbúa og sjálfbærni samfélags

  • B.3. Samræmd móttökuþjónustu fyrir nýja íbúa á Suðurnesjum

Undir Aðgerðir nýsköpunaráætlunar má lesa nánar um hverja aðgerð fyrir sig. 

stoðirnar_edited.png

Nýsköpunaráætlun Velferðarnets Suðurnesja - sterkrar framlínu

Nýsköpunaráætlun Velferðarnetsins var fyrst kynnt 14. desember 2021. Í kjölfarið tók við umfangsmikið umsagnarferli allra hagaðila.

Lokaeintak nýsköpunaráætlun var tilbúið 23. mars 2022. 

Hér fyrir neðan má sækja nýsköpunaráætlunina í heild sinni.

bottom of page