top of page
Rannsóknir

Í samfélagsgreiningunni má sjá samfélagsþróun Suðurnesja tíu ár aftur í tímann.

 

Greiningin snýr að víðtækri íbúagreiningu út frá uppruna, fjölskyldugerð og -stærð, tekjutegundum (launatekjur, fjárhagsaðstoð, bætur frá Tryggingastofnun, atvinnuleysisbætur), menntunarstöðu og búsetutíma á svæðinu.

Samfélagsgreiningin er sett fram í PowerBi-skýrslu, sjá hér:

Sumarið 2021 var gerð rannsókn á lífsgæðum, líðan og virkni íbúa á Suðurnesjum.

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á þeim sviðum sem helst þarf að efla eða breyta áherslum til að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa Suðurnesja.

Þetta var gert með því að kanna viðhorf íbúa til svæðisins, til þjónustu á svæðinu, innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins, kanna félagslega virkni íbúa og greina hvort tengsl væru á milli virkni og líðanar íbúa.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að skýr tengsl eru á milli virkni og líðan fólks. Þeim mun virkari sem íbúar eru þeim mun betur líður þeim og þeim mun líklegri til frekari virkni.

Skýrsla var tekin saman með niðurstöðum rannsóknarinnar, sjá hér: 

Samfélagsgreining á Suðurnesjum:
Lífsgæði, líðan og virkni íbúa
People Walking

Skýrsla Félagsvísindastofnunar
október 2022

Skýrslan felur í sér niðurstöður rannsóknar sem var unnin í formi einstaklingsviðtala. 

Skýrslan gefur innsýn inn í viðhorf íbúa á Suðurnesjum til fjölbreyttrar þjónustu í velferðar- og menntamálum.

bottom of page