top of page
Search
Verkefnastjóri

Virkniþing Suðurnesja gekk vonum framar

Velferðarnet Suðurnesja stóð fyrir Virkniþingi Suðurnesja sem haldið var í Stapanum í Hljómahöll miðvikudaginn 9. nóvember 2022.

Virkniþingið var opinn viðburður fyrir alla íbúa Suðurnesja, það var opið hús frá kl. 13:00 til 17:00.

Á Virkniþinginu voru 36 kynningarðilar frá félagasamtökum, einkafyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum með kynningarborð/bás þar sem þau kynntu sitt framboð af fjölbreyttri virknistarfsemi.


Virkniþingsstjóri var Hallbjörn Valgeir Rúnarsson, þroskaþjálfi, deilarstjóri á atvinnu- og virknisviði Sólheima og Sandgerðingur, betur þekktur sem Halli Valli.


Markmið og tilgangur með Virkniþinginu var eftirfarandi:

  • Auka virkni íbúa - Hvetja íbúa til að fara í virkni, taka virkan þátt í samfélaginu

  • Auka gegnsæi og skapa tengsl

  • Að íbúar, sérstaklega starfsfólk sem vinnur með íbúum, séu meðvituð um framboð á virkniúrræðum


Áætlað er að um 350-400 gestir hafi heimsótt Virkniþingið á meðan því stóð.


Send var út spurningakönnun á þátttakendur til þess að veita viðburðinum endurgjöf, það voru 75% þátttakenda sem tóku þátt í könnuninni.


Allir þátttakendur voru ánægðir með daginn, og gáfu Virkniþinginu í heild sinni meðaleinkunnina 9.

Mikil ánægja var með skipulagningu, undirbúning og upplýsingagjöf í aðdragandi Virkniþingsins.


Allir þátttakendur myndu vilja sjá Virkniþingið endurtekið, ýmist á árinu 2023 eða 2024.


Skipulagsteymi Virkniþingsins vill enn og aftur þakka öllum þeim þátttakendum og öðrum sem lögðu sitt að mörkum við Virkniþingið!


Svipmyndir frá Virkniþinginu:














25 views0 comments

Comments


bottom of page