top of page
Search
Verkefnastjóri

Heimsóknir framlínustarfsfólks byrja vel!

Eitt af markmiðum Velferðarnets er að auka samvinnu og tengsl á milli stofnanna til þess að veita íbúum betri og skilvirkari þjónustu.

Ýmsir verkþættir Velferðarnetsins vinna að þessu markmiði, þar á meðal eru svokallaðar tengslamyndunarheimsóknir framlínunnar.

Þær heimsóknir ganga þannig fyrir sig að starfsfólk sem starfar í framlínu eða fyrstu snertingu við íbúa í þeim átta stofnunum sem eru þátttakendur í verkefninu fara í heimsóknir einu sinni í mánuði til hvers annars.


Sýslumaðurinn á Suðurnesjum bauð í fyrstu heimsóknina í lok maí síðastliðinn. Þar fengu starfsmenn stofnana að kynnast nánar starfsemi Sýslumannsins, hver þeirra helstu verkefni eru og öllum gafst tækifæri til að kynnast hver öðrum.


Eftir heimsóknina var starfsfólkið ánægt með þetta framtak, með samtalinu og að sjá fólkið á bakvið nöfnin og símann, töldu þau það auka skilning á störfum hvers annars og bæta tengslin á milli.


Næst býður Reykjanesbær í heimsókn í byrjun september.



9 views0 comments

Comentários


bottom of page