Annari framlínuheimsókn Velferðarnetsins er lokið. Þjónustuver Reykjanesbæjar bauð heim að þessu sinni, miðvikudaginn 7. september síðastlitiðinn.
Þann miðvikudagsmorgun áttu um 30 framlínustarfsfólk notalega stund saman, en góð stemning var í loftinu og góðar veitingar í boði.
Framlínustarfsfólkið kom frá sjö stofnunum að þessu sinni, þ.e. Reykjanesbæ, Grindavík, Suðurnesjabæ, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Lögreglunni, Sýslumanni og Vinnumálastofnun.
Hópurinn fékk að kynnast aðeins nánar verkefnum Velferðarnets, helstu verkefnum þjónustuvers og hvað þjónustuverið hefur verið að gera sem vinnur í átt að markmiðum sterkrar framlínu.
Tilgangur heimsóknarinnar fór strax að skila á fyrstu mínútunum þegar hópurinn byrjaði að spjalla saman og skiptast á fróðleik og þekkingu, þannig verðum við sterkari framlína saman.
Mikil ánægja var í hópnum með heimsóknina og tilhlökkun til næstu heimsóknar.
Næsta heimsókn verður til Vinnumálastofnunar um miðjan október.
Nokkrar myndir frá heimsókninni:
コメント